Bæjarhellan 2016

Velkominn á vefsíðu Bæjarhellunnar 2016.

Markaðsdagur Bæjarhellunnar 2016 var á miðvikudeginum, 16. mars, frá klukkan 10:00 til 12:30. Þangað voru allir velkomnir, bæði foreldrar og aðrir, hver sem er mátti koma.

Bæjarhellan er verkefni sem beinist að því að efla foreldrasamstarf við Grunnskólann á Hellu, auka ánægju nemenda og kennara og efla fjölbreytileikann í skólastarfinu. Verkefnið á að líkja eftir lýðræðissamfélagi þar sem nemendur leika aðalhlutverkið. Bæjarhellan er nú starfrækt í þriðja sinn við skólann, en mikil ánægja hefur verið með verkefnið frá upphafi.

.
.