Bæjarhellan 2016

Markaðsdagur!

Markaðsdagur bæjarhellunnar er í dag. Verið er að leggja lokahönd á það sem verður á markaðnum. Allir eru á fullu og undirbúningur gengur vel. Búið er að flagga fána bæjarhellunnar og uppsetning hans gekk vel.

Birt 14.03.2016 / Gunnheiður Guðmundsdóttir

Viðtal við bæjarstjóra.

Stefán Orri tók viðtal við Kormák Atla, bæjarstjóra og vefsíðuhönnuð Bæjarhellunnar. Hann var spurður út stöðu sína sem bæjarstjóri og einnig út í hvað gengi á, á Fréttastofunni.

Hér er hægt að sjá viðtalið í fullri heild.

Birt 14.03.2016 / Kormákur Atli Unnþórsson

Styrkjum bæjarbandið

Bæjarbandið leggur mjög hart að sér miðað við tekjur sem þau fá. Steini Darri hefur verið partur af bæjarbandinu síðan Bæjarhellan byrjaði. Hann var að vísu aðstoðarmaður fyrsta árið sem Bæjarhellan var, en stjórnar nú Bæjarbandinu. Þau taka við frjálsum framlögum frá áhorfendum. Þau spila og syngja eins og alvöru atvinnufólk. Svo ég bið alla sem lesa þessa frétt að styrkja Bæjarbandið.

Birt 14.03.2016 / Victor Breki Björgvinsson

„Allt í fullum gangi“

„Hér er allt í fullum gangi og gengur vel“, segir Særún Sæmundsdóttir kennari við Grunnskólann á Hellu og verkefnisstjóri Bæjarhellunnar. „Bæjarhellan er magnaður viðburður þar sem nemendum er skipt í hópa til að vinna ýmis verkefni“, segir Kormákur Atli Unnþórsson formaður Nemendafélags Helluskóla. „Afurðirnar eru seldar á markaði hér á miðvikudaginn, þegar foreldrar og velunnarar skólans fjölmenna hingað“.

Hóparnir eru 13 og starfa í þrjá daga. Nemendum er raðað niður í þá eftir áhuga þeirra, sem þeir hafa látið í ljósi í könnun. Verkefni hópanna eru afar mismunandi, allt frá sælgætisgerð að rekstri fréttastofu. Í flestum eru nemendur á öllum aldri frá 6 til 16 ára, allt frá 5 nemendum í hópi upp í 18. Viðskipti á Bæjarhellunni eru í hellum, sérstökum gjaldmiðli. Gestir geta skipt krónum í hellur þegar þeir koma á markað Bæjarhellunnar á miðvikudag. „Viðskiptin eru alltaf fjörug og gaman að borga í hellum. Ágóðinn rennur í rekstrarkostnað af Bæjarhellunni“, segir Kormákur Atli formaður, en hann ber titil Bæjarstjóra á meðan á Bæjarhellunni stendur.

Birt 14.03.2016 / Samúel Örn Erlingsson

Fúsi með Bæjarhelluna!

Þegar Kormákur Atli Unnþórsson bæjarstjóri var að setja Bæjarhelluna í Helluskóla í morgun tóku glöggir Bæjarhellingar eftir því að Sigfús Davíðsson húsvörður sveif hratt í gegnum hópinn með eitthvað undir hendinni. Stefnan var inn á skólagang, á athafnasvæði Bæjarhellunnar. Þegar betur var að gáð reyndist Fúsi vera með hellu undir hendinni, það er að segja rafmagnsferðahelluborð. En er þetta kannski sjálf Bæjarhellan? „Þetta er mjög góð bæjarhella“, sagði Fúsi að bragði. „Nú á að búa til sælgæti og allskonar þannig að það gerist nú lítið nema hafa góða bæjarhellu“.

Birt 14.03.2016 / Samúel Örn Erlingsson

Setning Bæjarhellunnar!

Bæjarhella Grunnskólans á Hellu var sett í þriðja sinn í morgun. Hæstvirtur bæjarstjóri Kormákur Atli Unnþórsson setti helluna. Bæjarhellan er með örlítið breyttu sniði frá síðustu tveimur árum að því leiti að nú er hún rétt fyrir páska en ekki í síðustu viku fyrir sumarfrí. Eftir ávarp bæjarstjórans fóru nemendur skólans á sína stafstöð.
Næstu þrjá daga verður unnið af kappi á öllum stöðvum og næstkomandi miðvikudag verður markaður í íþróttasalnum frá klukkan 10:00-12:30. Við hvetjum alla til að koma og skoða afraksturinn. Margt spennandi verður hægt kaupa og auðvitað verður kaffihús á staðnum.

Hér er hægt að sjá myndband af setningu Bæjarhellunnar.

Birt 14.03.2016 / Gunnheiður Guðmundsdóttir

Áríðandi tilkynningar

Stuttmyndagerðin BH-grín mun hefja framleiðslu á grínmynd mánudaginn 14. mars sem sýnd verður í bíósal Grunnskólans á Hellu á markaðsdegi Bæjarhellunnar þann 16. mars. Örfáar sýningar verða í boði, en fyrir áhugasama viðskiptavini verður hægt að kaupa myndina á mjög sanngjörnu verði. Myndin verður afhent með yfirfærslu á minnislykil, svo mikilvægt er fyrir áhugasama kaupendur að muna eftir USB-lykli.

Hljómsveit Bæjarhellunar mun spila á markaðsdegi fyrir gesti og gangandi. Meðlimir hljómsveitarinnar munu taka fagnandi á móti frjálsum framlögum á meðan flutningi stendur.

Birt 11.03.2016 / Kormákur Atli Unnþórsson

Undirbúningur fyrir Bæjarhellu í fullum gangi

Nú er undirbúningur fyrir Bæjarhelluna 2016 í hámarki en hún verður haldin dagana 14. - 16. mars næstkomandi.

Auglýsingar fyrir vinnustöðvar hafa verið settar inn á undirsíðuna "Vinnustöðvar" hér á síðunni og hvetjum við alla til þess að kíkja á þær um helgina því í næstu viku verða umsóknareyðublöð fyrir atvinnuauglýsingar send heim. Skila þarf atvinnuumsóknum í lok næstu viku. Athugið að skoða aldurstakmark á atvinnuauglýsingum.

Tímasetning fyrir markaðsdag verður nánar auglýst síðar.

Hlökkum til að sjá sem flesta á Bæjarhellunni og eiga skemmtilega stund saman.

Birt 26.02.2016 / Kormákur Atli Unnþórsson

Óskað eftir aðföngum fyrir Bæjarhelluna

Birt 26.02.2016 / Særún Sæmundsdóttir

Bæjarstjórar hittast í fyrsta sinn

Kormákur Atli Unnþórsson bæjarstjóri Bæjarhellunnar árið 2016 fór til fundar við Ágúst Sigurðsson sveitastjóra Rangárþings ytra á dögunum og tók við hann stutt viðtal.

Ágúst gaf Kormáki ýmis ráð sem munu eflaust nýtast honum vel í starfi sem bæjarstjóri Bæjarhellunnar. Hann ráðlagði honum meðal annars að mennta sig vel ef hann hyggðist gera pólitík eða stjórnun að ævistarfi.

Ágúst rifjaði einnig upp veru sína í Grunnskólanum á Hellu á sínum tíma og sagði honum að hann hefði fyrst kynnst pólitík í nemendarráðinu á Hellu en hann gegndi hlutverki formanns nemendaráðs.

Hver veit nema Kormákur Atli muni sinna starfi sveitarstjóra Rangárþings ytra innan fárra ára þar sem hann er nú einnig formaður nemendaráðs Grunnskólans á Hellu og kann vel við sig á þessum vettvangi.

Hér er hægt að sjá viðtalið í fullri heild.

Birt 19.02.2016 / Eydís Hrönn Tómasdóttir