Bæjarhellan 2016

Lög

Félags- og Vinnumálastofnun starfar í samræmi við lög og reglur Bæjarhellunnar þar sem sanngirni er höfð að leiðarljósi.

1. Allir íbúar Bæjarhellunnar eiga rétt á að fá vinnu og laun. En stundvísi, samvinna og iðjusemi eru æskilegir kostir starfsmanna.

2. Sinni starfsmaður ekki vinnu sinni getur hann átt það á hættu að dregið verði af launum hans og/eða að missa vinnuna.

3. Missi starfsmaður vinnu sína, verður hann fyrir launatapi sem nemur 1/3 af launum hans þann daginn eða 300 Hellur.

4. Tapi einhver vinnu sinni á hann rétt á aðstoð félagsmála- og vinnumálastofnunar sem getur falist í eftirfarandi:


a. Finna aðra vinnu, og þá fær starfsmaður sömu laun og aðrir en hefur þó tapað, eins og áður sagði, 300 Hellum þann dag er vinnu skiptin verða. Athugið! Ekki er hægt að vinna sér upp launatap.

b. Vinna í atvinnubótavinnu á vegum Vinnumálastofnunar og á þá rétt á atvinnuleysisbótum sem nemur helming af almennum launum sem eru 500 Hellum á dag. Dæmi um atvinnubótavinnu eru skúringar, ruslatínsla, klósettþrif og fleira í þeim dúr.

c. Hafni starfsmaður öllum úrræðum á vegum stofnunarinnar er hann launalaus með öllu.

d. Stjórnandi vinnumálastofnunar er Sigurgeir Guðmundsson og Kormákur Atli Unnþórsson er bæjarstjóri.

.