Bæjarhellan 2016

Hér er hægt að sjá upplýsingar um stöðvar.

Mötuneyti Bæjarhellunnar

Í mötuneytinu eru 4 krakkar af elstastigi sem hjálpa Dóru og Grétu að matreiða og taka til eftir matinn og vaska upp. Þau koma líka með ávexti á hverjum morgni. Þau eru frábær því maturinn bragðast vel.

Hér er hægt að sjá viðtal við nemanda í mötuneytinu.

Heilsu- og snyrtilindin

Í heilsu- og snyrtilindinni eru 9 nemendur, allt stelpur. Lovísa og Dýa sjá um þessa stöð og þarna er rólegri stemming en á nokkurri annarri stöð, enda hafa þær verið í yoga, slökun og verið að hugleiða. Á markaðsdaginn selja þær fótaskrúbb og veita gestum og gangandi handanudd og andlitsmálningu gegn vægu gjaldi.

Hér er hægt að sjá viðtal við stöðvarstjóra Heilsu- og snyrtilindarinnar

Allt milli himins og jarðar

Eins og nafnið gefur til kynna þá er maður að gera allt á milli himins og jarðar. Þessi hópur er samsettur af fólki sem er að hjálpa leikskólakrökkunum sem eru til dæmis að setja heimagert múslí í krukkur og bara allt milli himins og jarðar. Dísa sem vinnur á leikskólanum er stöðvastjórinn á stöðinni.

Ullarpöddur

Á þessari stöð eru 11 litlar ullarpöddur úr 1.-10. bekk og 3 aðeins stærri ullarpöddur sem einnig ganga undir nöfnunum Hjördís, Hrafnhildur og Sigrún. Þar eru gerð hálsmen og armbönd úr þæfðum ullarkúlum og borðum.

Brettin Upp

Brettin Upp er hópur sem býr til ipad standa og ludo spil sem þau ætla að selja á markaðsdegi. Þau eru mjög vinnusöm og vandvirk um verkefnin sín. Það eru þrír kennarar að stjórna Brettin Upp það er Inga, Guðrún og Hildur.

Fréttastofan

Á fréttastofuni eru 5 krakkar að skrifa fréttir og taka myndir af krökkum á öðrum stöðvum, þar er líka meistari alheimsins, A.K.A Kormákur, sem er vefsíðuhönnuður, og alls ekki rithöfundur þessarar greinar.

Hér er hægt að sjá viðtal við stöðvarstjóra Fréttastofunnar.

BH-Grín

BH-Grín er að búa til allskyns grínklippur. Brandararnir eru bæði heimatilbúnir og fengnir að láni. Leikararnir eru úr þriðja til tíunda bekk og eru hver öðrum fyndnari. Daði í tíunda bekk er yfirklippari en myndina verður hægt að sjá í bíósal Grunnskólans Hellu(í stofu 7) á markaðsdegi. Einnig eru starfsmenn BH-Gríns að safna heimildum í formi viðtala og ljósmynda fyrir heimildarmynd sem unnin verður af Stefáni Hermundssyni eftir Bæjarhelluna.

Hér er hægt að sjá viðtal við nemanda í BH-Grín.

Gúmmísápukertabombuverkstæðið

Á þessari stöð eru 11 nemendur en einungis einn þeirra er strákur. Krakkarnir eru í 2.-9. bekk og er þeim stjórnað af Þórhöllu, Elvu og Valgerði. Þessi stöð er ein sú fjölbreyttasta og þar eru búin til kerti, sápur, skartgripir og baðbombur.

Hér er hægt að sjá viðtal við stöðvarstjóra Gúmmísápukertabombuverkstæðisins.

Víkingasmiðjan

Í víkingsmiðjunni eru 13 nemendur úr 1.-10. Bekk. Þar búa þau til og mála víkingsaskildi, gera skart úr hornum og spunnu bandi undir vökulu auga Særúnar, Ernu og Jónu Bjargar.

Hér er hægt að sjá viðtal við Björk í Selsundi sem aðstoðar stöðvarstjóra víkingasmiðjunnar.

Dæmi um tóvinnu í víkingasmiðjunni.

Sælgætisgerðin

Sælgætisgerðin er 12 manna hópur krakka úr 4.-10. Bekk, stjórnað af Birtu og Mögdu. Á þessari stöð er búinn til brjóstsykur (3 tegundir) og konfekt. Þegar sótt var stöðvar var mikil aðsókn í þessa stöð og færri komust að en vildu, enda er þetta mjög spennandi stöð.

Hér er hægt að sjá viðtal við meðlim Sælgætisgerðarinnar.

Kaffihúsið

Á kaffihúsinu eru 19 nemendur á öllum aldri. Umsjónarmenn stöðvarinnar eru Svava, Dóra og Hafdís. Á kaffihúsinu baka þau smákökur, pizzusnúða og skúffukökur. Einnig blanda þau kökumix sem þau selja. Samkvæmt öruggum heimildum sem fréttastofan hefur er Sigurbjörn sá á stöðinni sem er skemmtilegast að vinna með.

Hér er hægt að sjá viðtal við meðlim kaffihússins.

Hér er hægt að sjá viðtal við stöðvarstjóra kaffihússins.

Bæjarbandið

Bæjarbandið er átta manna hópur sem er stjórnað af Steina Darra. Bæjarbandið er eini hópurinn sem selur ekkert á markaðsdaginn en þau halda tónleika þá og taka við frjálsum framlögum frá áhorfendum. Bæjarbandið leggur hart að sér til að geta spilað og sungið vel fyrir áhorfendur.

Hér er hægt að sjá viðtal við stöðvarstjóra Bæjarbandsins.

Hér er hægt að sjá Bæjarbandið spila lag.

Bókaormar

Á bókaormastöðinni eru 5 nemendum úr 5.-9. Bekk. Stöðvarstjórarnir eru Gulla og Sigurlína. Á stöðinni eru gerð bókamerki sem verða svo seld á markaðsdaginn. Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum frá meðlimum stöðvarinnar er skemmtilegasta fólkið á þessari stöð og svakalegt stuð.

Hér er hægt að sjá viðtal við stöðvarstjóra Bókaorma

Auglýsingar fyrir vinnustöðvar má sjá á vefslóð hér að neðan.

vinnustöðvar.pdf

.